Margar stórar ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins hafa komið til kasta dómstóla á síðustu árum. Stundum er embættið að taka til varna í viðfangsmiklum málum en til að mynda kærði Samskip ákvörðun eftirlitsins frá árinu 2023 um meint samráð við Eimskip til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.
Eftirlitið hefur þó einnig verið að nýta sér málskotsheimild sína til að kæra niðurstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála, dóma héraðsdóms og Landsrétt ar þar sem stofnunin neitar að una niðurstöðum fyrrgreindra aðila.
Þegar eftirlitið barðist fyrir því að halda í málskotsheimild sína árið 2019, sem stríðir gegn meginreglum íslensks stjórnsýsluréttar um að úrlausn æðra setts stjórnvalds sé bindandi fyrir lægra sett stjórnvald, benti SKE á að eftirlitið hafi farið hóflega með þetta sérstaka vald sitt.
Samkeppniseftirlitið lagði upphaflega 500 milljóna króna sekt á Símann þar sem eftirlitið taldi fjarskiptafyrirtækið hafa brotið á ákvæðum tveggja sátta frá árinu 2015 sem eftirlitið og Síminn gerðu sín á milli. Kærunefnd áfrýjunarmála lækkaði sektina í 200 milljónir en bæði Síminn og eftirlitið kærðu úrskurðinn til héraðsdóms.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Síminn hefði ekki brotið ákvæði sáttanna með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum heimilispakka. Stjórnvaldssekt eftirlitsins var felld úr gildi að öllu leyti. Samkeppniseftirlitið ákvað að una ekki niðurstöðunni og kærði til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.
Samkeppniseftirlitið ákvað heldur ekki að una niðurstöðu Landsréttar og kærði til Hæstaréttar. Fimm árum síðar mun því fimmta stofnunin taka á málinu algjörlega fyrir tilstilli eftirlitsins en
Orri Hauksson, þáverandi for stjóri Símans, sagði við Viðskiptablaðið í vor að kostnaður Símans við að standa í málaferlunum hlaupi á hundruðum milljóna króna.
Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um í vikunni er einungis ein lögmannsstofa sem hagnast á þessum málaferlum en yfir 120 milljónir af ráðstöfunarfé SKE af fjárlögum hafa runnið til Lagastoðar síðastliðið tvö og hálft ár.
Samhliða því hefur stofnunin ekki getað sinnt lögbundnum verkefnum sínum yfir sumartímann vegna ófullnægjandi fjárheimilda að þeirra sögn.
Umdeild heimild
Árið 2011 voru samkeppnislög in frá árinu 2005 styrkt verulega en ein helsta breytingin var að Samkeppniseftirlitinu var veitt heimild til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnis mála til dómstóla.
Árið 2019 var lagt fram frumvarp um breytingar á samkeppnislögum þar sem lagt var til að heimildin yrði felld brott úr lögunum og eftirlitinu yrði gert að lúta niðurstöðum áfrýjun arnefndar samkeppnismála.
Málskotsheimildin er ekki í samræmi við meginreglur íslensks stjórnsýsluréttar um að úrlausn æðra setts stjórnvalds sé bindandi fyrir lægra sett stjórnvald. Hún er þó ekki einsdæmi, t.d. getur stjórnvald höfðað mál til að fá hnekkt niðurstöðu úr skurðarnefndar um upplýsingamál svo dæmi séu tekin.
Samkeppniseftirlitið lagðist harðlega gegn breytingunni árið 2019 og benti á að á tímabilinu 2011 til 2019 hefði málskotinu einungis verið beitt í þremur tilvikum frá gildistöku. Í öllum tilvikum gagnáfrýjuðu viðkomandi fyrirtæki úrskurði áfrýjunarnefndar og af þeim sökum taldi eftirlitið ekki rétt að halda því fram að málskot ið hafi lengt málsmeðferð fyrirtækjum til tjóns. Nú hefur heimildin, ef gagnáfrýjun eftirlitsins er tekin með, verið nýtt jafn oft gegn Sím anum einum og sér og hún var nýtt á þessu átta ára tímabili.
Líkt og fyrr segir óskaði Viðskiptablað ið eftir upplýsingum um hversu oft eftirlitið hefur nýtt málskotsheimildina síðastliðin ár en ekki fengust nein viðbrögð við þeirri fyrirspurn. Það er einnig athyglisvert að í gagnáfrýjun Samkeppniseftirlits ins gegn Símanum fyrir héraðsdómi fer eftirlitið fram á að hér aðsdómur hækki sektina úr 200 milljónum króna aftur upp í 500 milljónir.
Að mati Víðis Smára Petersen, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, er það gagnrýnivert að dómstólar taki slíkar kröfur til greina þar sem Samkeppniseftirlitið ætti eingöngu að geta krafist ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar. Í grein Víðis Smára Höfð un dómsmála vegna athafna og ákvarðana stjórnmála sem birt ist í ritinu Stjórnsýslulögin 25 ára árið 2020, bendir Víðir Smári á að Samkeppniseftirlitið hafi í tvígang farið fram með slíkar kröfur, gegn Vífilfelli árið 2014 og gegn Byko og Norvik árið 2018.
Í seinna málinu hafði Samkeppniseftirlitið sektað umrædd fyrirtæki um 650 milljónir króna en áfrýjunarnefndin lækkaði sektina niður í 65 milljónir króna. Samkeppniseftirlitið höfðaði mál og krafðist þess að fyrirtækjunum yrði gert að greiða 650 milljónir króna í sektargreiðslu.
Í dómi héraðsdóms var ákveðið að sektin yrði 400 milljónir króna en með dómi Landsréttar var úrskurði áfrýjunarnefndarinnar „breytt“, eins og það er orðað í dómsorði, þannig að fyrirtækjunum var gert að greiða 325 milljóna króna sekt.
„Niðurstaða Landsréttar er gagnrýniverð, einkum af tveim ur ástæðum. Annars vegar vegna þess að í 41. gr. samkeppnislaga segir einvörðungu að Samkeppn iseftirlitið geti krafist ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar. Alls óvíst er hvort krafa um hækkun sektar rúmist innan þessarar heimildar og eru ekki færð rök fyrir því í dómi Landsréttar,“ skrifar Víðir Smári.
Víðir Smári segir hins vegar að það sé vafasamt í ljósi meginreglunnar um að dómstólar endurskoði aðeins stjórnvaldsákvarðanir að „breyta“ slíkum ákvörðunum með íþyngj andi hætti. Dómstólar hafa talið sér heimilt að lækka sekt ir til hagsbóta fyrir einstaklinga og fyrirtæki, enda rúmist slík breyting innan þeirrar stjórnvaldsákvörðunar sem krafist er ógildingar á.
„Breyting til hækkunar getur ekki rúmast innan slíkrar kröfu og má því líta svo á að Landsréttur hafi í umræddu máli í reynd tekið nýja stjórnvaldsákvörðun, sem er í andstöðu við áðurreifuð sjónarmið um að dómstólar endurskoði aðeins stjórnvaldsákvarðanir,” skrifar Víðir Smári.
Hæstiréttur dæmdi í máli Byko árið 2021 og hækkaði sektina í 400 milljónir króna sem verður að teljast fordæmisgefandi fyrir því að rétturinn telji það ekki í andstöðu samkeppnislaga að sektir séu hækkaðar á dómsstigi.
Sem fyrr segir samþykkti Hæstiréttur beiðni Samkeppniseftirlitsins um að taka fyrir ágreining eftirlitsins við Símann í maímánuði og er málið á dagskrá í vetur. Hvernig sem fer er ljóst að kostnaður Samkeppniseftirlitsins og Símans vegna málsins hleypur á mörgum milljónum