Margar stórar á­kvarðanir Sam­keppnis­eftir­litsins hafa komið til kasta dóm­stóla á síðustu árum. Stundum er em­bættið að taka til varna í við­fangs­miklum málum en til að mynda kærði Sam­skip á­kvörðun eftir­litsins frá árinu 2023 um meint sam­ráð við Eim­skip til á­frýjunar­nefndar sam­keppnis­mála.

Eftir­litið hefur þó einnig verið að nýta sér mál­skots­heimild sína til að kæra niður­stöður á­frýjunar­nefndar sam­keppnis­mála, dóma héraðs­dóms og Lands­rétt ar þar sem stofnunin neitar að una niður­stöðum fyrr­greindra aðila.

Þegar eftir­litið barðist fyrir því að halda í mál­skots­heimild sína árið 2019, sem stríðir gegn megin­reglum ís­lensks stjórn­sýslu­réttar um að úr­lausn æðra setts stjórn­valds sé bindandi fyrir lægra sett stjórn­vald, benti SKE á að eftir­litið hafi farið hóf­lega með þetta sér­staka vald sitt.

Sam­keppnis­eftir­litið lagði upp­haf­lega 500 milljóna króna sekt á Símann þar sem eftir­litið taldi fjar­skipta­fyrir­tækið hafa brotið á á­kvæðum tveggja sátta frá árinu 2015 sem eftir­litið og Síminn gerðu sín á milli. Kæru­nefnd á­frýjunar­mála lækkaði sektina í 200 milljónir en bæði Síminn og eftir­litið kærðu úr­skurðinn til héraðs­dóms.

Héraðs­dómur Reykja­víkur komst að þeirri niður­stöðu að Síminn hefði ekki brotið á­kvæði sáttanna með því að tvinna saman fjar­skipta­þjónustu og línu­lega sjón­varps­þjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svo­nefndum heimilis­pakka. Stjórn­valds­sekt eftir­litsins var felld úr gildi að öllu leyti. Sam­keppnis­eftir­litið á­kvað að una ekki niður­stöðunni og kærði til Lands­réttar sem stað­festi niður­stöðu héraðs­dóms.

Sam­keppnis­eftir­litið á­kvað heldur ekki að una niður­stöðu Lands­réttar og kærði til Hæsta­réttar. Fimm árum síðar mun því fimmta stofnunin taka á málinu al­gjör­lega fyrir til­stilli eftir­litsins en

Orri Hauks­son, þá­verandi for stjóri Símans, sagði við Við­skipta­blaðið í vor að kostnaður Símans við að standa í mála­ferlunum hlaupi á hundruðum milljóna króna.

Líkt og Við­skipta­blaðið hefur fjallað um í vikunni er einungis ein lög­manns­stofa sem hagnast á þessum mála­ferlum en yfir 120 milljónir af ráð­stöfunar­fé SKE af fjár­lögum hafa runnið til Laga­stoðar síðast­liðið tvö og hálft ár.

Sam­hliða því hefur stofnunin ekki getað sinnt lög­bundnum verk­efnum sínum yfir sumar­tímann vegna ó­full­nægjandi fjár­heimilda að þeirra sögn.

Umdeild heimild

Árið 2011 voru sam­keppnis­lög in frá árinu 2005 styrkt veru­lega en ein helsta breytingin var að Sam­keppnis­eftir­litinu var veitt heimild til að skjóta úr­skurðum á­frýjunar­nefndar sam­keppnis mála til dóm­stóla.

Árið 2019 var lagt fram frum­varp um breytingar á sam­keppnis­lögum þar sem lagt var til að heimildin yrði felld brott úr lögunum og eftir­litinu yrði gert að lúta niður­stöðum á­frýjun arnefndar sam­keppnis­mála.

Mál­skots­heimildin er ekki í sam­ræmi við megin­reglur ís­lensks stjórn­sýslu­réttar um að úr­lausn æðra setts stjórn­valds sé bindandi fyrir lægra sett stjórn­vald. Hún er þó ekki eins­dæmi, t.d. getur stjórn­vald höfðað mál til að fá hnekkt niður­stöðu úr skurðar­nefndar um upp­lýsinga­mál svo dæmi séu tekin.

Sam­keppnis­eftir­litið lagðist harð­lega gegn breytingunni árið 2019 og benti á að á tíma­bilinu 2011 til 2019 hefði mál­skotinu einungis verið beitt í þremur til­vikum frá gildis­töku. Í öllum til­vikum gagn­á­frýjuðu við­komandi fyrir­tæki úr­skurði á­frýjunar­nefndar og af þeim sökum taldi eftir­litið ekki rétt að halda því fram að mál­skot ið hafi lengt máls­með­ferð fyrir­tækjum til tjóns. Nú hefur heimildin, ef gagn­á­frýjun eftir­litsins er tekin með, verið nýtt jafn oft gegn Sím anum einum og sér og hún var nýtt á þessu átta ára tíma­bili.

Líkt og fyrr segir óskaði Við­skipta­blað ið eftir upp­lýsingum um hversu oft eftir­litið hefur nýtt mál­skots­heimildina síðast­liðin ár en ekki fengust nein við­brögð við þeirri fyrir­spurn. Það er einnig at­hyglis­vert að í gagn­á­frýjun Sam­keppnis­eftir­lits ins gegn Símanum fyrir héraðs­dómi fer eftir­litið fram á að hér aðs­dómur hækki sektina úr 200 milljónum króna aftur upp í 500 milljónir.

Að mati Víðis Smára Peter­sen, prófessors við laga­deild Há­skóla Ís­lands, er það gagn­rýni­vert að dóm­stólar taki slíkar kröfur til greina þar sem Sam­keppnis­eftir­litið ætti ein­göngu að geta krafist ó­gildingar á úr­skurði á­frýjunar­nefndar. Í grein Víðis Smára Höfð un dóms­mála vegna at­hafna og á­kvarðana stjórn­mála sem birt ist í ritinu Stjórn­sýslu­lögin 25 ára árið 2020, bendir Víðir Smári á að Sam­keppnis­eftir­litið hafi í tví­gang farið fram með slíkar kröfur, gegn Vífil­felli árið 2014 og gegn Byko og Norvik árið 2018.

Í seinna málinu hafði Sam­keppnis­eftir­litið sektað um­rædd fyrir­tæki um 650 milljónir króna en á­frýjunar­nefndin lækkaði sektina niður í 65 milljónir króna. Sam­keppnis­eftir­litið höfðaði mál og krafðist þess að fyrir­tækjunum yrði gert að greiða 650 milljónir króna í sektar­greiðslu.

Í dómi héraðs­dóms var á­kveðið að sektin yrði 400 milljónir króna en með dómi Lands­réttar var úr­skurði á­frýjunar­nefndarinnar „breytt“, eins og það er orðað í dóms­orði, þannig að fyrir­tækjunum var gert að greiða 325 milljóna króna sekt.

„Niður­staða Lands­réttar er gagn­rýni­verð, einkum af tveim ur á­stæðum. Annars vegar vegna þess að í 41. gr. sam­keppnis­laga segir ein­vörðungu að Sam­keppn is­eftir­litið geti krafist ó­gildingar á úr­skurði á­frýjunar­nefndar. Alls ó­víst er hvort krafa um hækkun sektar rúmist innan þessarar heimildar og eru ekki færð rök fyrir því í dómi Lands­réttar,“ skrifar Víðir Smári.

Víðir Smári segir hins vegar að það sé vafa­samt í ljósi megin­reglunnar um að dóm­stólar endur­skoði að­eins stjórn­valds­á­kvarðanir að „breyta“ slíkum á­kvörðunum með í­þyngj andi hætti. Dóm­stólar hafa talið sér heimilt að lækka sekt ir til hags­bóta fyrir ein­stak­linga og fyrir­tæki, enda rúmist slík breyting innan þeirrar stjórn­valds­á­kvörðunar sem krafist er ó­gildingar á.

„Breyting til hækkunar getur ekki rúmast innan slíkrar kröfu og má því líta svo á að Lands­réttur hafi í um­ræddu máli í reynd tekið nýja stjórn­valds­á­kvörðun, sem er í and­stöðu við áður­reifuð sjónar­mið um að dóm­stólar endur­skoði að­eins stjórn­valds­á­kvarðanir,” skrifar Víðir Smári.

Hæsti­réttur dæmdi í máli Byko árið 2021 og hækkaði sektina í 400 milljónir króna sem verður að teljast for­dæmis­gefandi fyrir því að rétturinn telji það ekki í and­stöðu sam­keppnis­laga að sektir séu hækkaðar á dóms­stigi.

Sem fyrr segir sam­þykkti Hæsti­réttur beiðni Sam­keppnis­eftir­litsins um að taka fyrir á­greining eftir­litsins við Símann í maí­mánuði og er málið á dag­skrá í vetur. Hvernig sem fer er ljóst að kostnaður Sam­keppnis­eftir­litsins og Símans vegna málsins hleypur á mörgum milljónum