Héraðsdómari í New Jersey hafnaði í gær beiðni Apple um að fella niður málsókn gegn fyrirtækinu, sem sakað er um brot gegn samkeppnislögum með því að takmarka aðgengi notenda að forritum samkeppnisaðila.
Á vef Reuters segir að málið verði tekið fyrir í dómsal þar sem Apple muni þurfa að svara fyrir ólöglega yfirráðið sem fyrirtækið er sakað um að viðhalda.
Ákvörðun Julien Neals, héraðsdómarans í Newark, gæti leitt til áralangrar lagadeilu milli Apple og bandarískra eftirlitsaðila sem segjast vera að berjast gegn því sem þeir líta á sem hindranir á samkeppnisaðila iPhone-framleiðandans.
Talsmaður Apple segir að fyrirtækið hafni málsókninni alfarið og líti svo á að hún sé ekki í samræmi við staðreyndir eða lög.
Málsóknin var fyrst höfðuð í mars 2024 og beindist að takmörkunum Apple ásamt þeim gjöldum sem tæknirisinn krefur framleiðendur smáforrita um.
Fyrirtækið var einnig sakað um takmarka tækni og þjónustu framleiðenda snjallúra, stafrænna veskja og samskiptaforrita sem gætu endað í beinni samkeppni við Apple.