Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,9% í 2,8 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hækkun vísitölunnar má einkum rekja til 3,4% hækkunar á Marel en velta með bréf félagsins nam einum milljarði króna. Gengi Marels stendur nú í 550 krónum á hlut eftir 12,2% hækkun frá áramótum.
Hlutabréfaverð Alvotech hélt einnig áfram að hækka og náði nýjum hæðum í 1.800 krónum á hlut. Gengi lyfjalíftæknifyrirtækisins hefur hækkað um 40% á einu mánuði.
Kvika banki lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 1,7% í 150 milljóna viðskiptum. Gengi Kviku er nú í 19,28 krónum á hlut.
Á First North-markaðnum var mesta veltan með bréf Hampiðjunnar sem hækkuðu um 4%. Gengi Hampijðunnar stendur nú í 125 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra síðan í apríl 2022.