Gengi 13 félaga hækkaði og 6 félaga lækkaði í viðskiptum dagsins á aðalmarkaði. OMXI10 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,6% í dag og hefur hækkað um 5,5% það sem af er ári.
Marel hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði í dag, um 4,36% í milljarðs króna veltu. Eimskip hækkaði næst mest, um 2,44% í 68 milljóna veltu. Heildarvelta á markaði nam 4,6 milljörðum króna. Mesta veltan var með bréf Brims sem hækkuðu um 2,2%, en viðskipti með bréf félagsins námu 1,2 milljörðum króna.
Eik lækkaði mest félaga á markaði, um 3,45% í 93 milljón króna viðskiptum. Þá lækkaði Alvotech um 2,2%, en viðskipti með bréf félagsins námu 670 milljónum króna.
Á First North markaðnum hækkaði gengi bréfa Play um 1,1%. Þá hækkaði gengi bréfa málmleitarfélagsins Amaroq um 1,84% í viðskiptum dagsins.