Úrvalsvísitalan hækkað um 0,1% í 2,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Fimm félög aðalmarkaðarins hækkuðu í viðskiptum dagsins og þar af hækkaði gengi hlutabréfa Marels mest eða um 1,9% í 426 milljóna króna veltu.

Úrvalsvísitalan hækkað um 0,1% í 2,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Fimm félög aðalmarkaðarins hækkuðu í viðskiptum dagsins og þar af hækkaði gengi hlutabréfa Marels mest eða um 1,9% í 426 milljóna króna veltu.

Gengi hlutabréfa Marels stendur nú í 427 krónum á hlut og er um 22% hærra en við lokun markaða á fimmtudaginn, síðasta viðskiptadeginum áður en tilkynnt var um óskuldbindandi vilja­yfir­lýsingu um mögu­legt yfir­töku­til­boð John Bean Technologies í Marel.

Mesta veltan á íslenska hlutabréfamarkaðnum var með bréf Kviku banka sem hækkuðu um 1,8% í 436 milljóna veltu. Gengi Kviku banka stendur nú í 13,85 krónum á hlut.

Fjórtán félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins, þar af lækkuðu fjögur um meira en 2%. Skel fjárfestingarfélag lækkaði mest eða um 3,2% í 138 milljóna veltu. Gengi Skeljar stendur nú í 12,3 krónum á hlut og er um 20% lægra en í byrjun árs.

Auk þess lækkuðu hlutabréf Eimskips, Iceland Seafood og Íslandsbanka um meira en 2% í dag.