Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,2% í 5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan, eða um 900 milljónir króna, var með hlutabréf Marels sem hækkuðu um 3,5% í dag. Gengi félagsins stendur nú í 538 krónum og hefur ekki verið hærra frá því um miðjan september síðastliðinn.
Brim leiddi hækkanir en hlutabréfaverð félagsins hækkaði um 3,9% í nærri 400 milljóna veltu. Gengi Brims stendur nú í 93 krónum, sem er um 14% hærra en fyrir mánuði síðan.
Þá hækkuðu hlutabréfa bankanna þriggja í dag. Gengi Kviku banka hækkuðu um 3,6% og stendur í 19,7 krónum. Það hefur ekki verið yfir 20 krónum síðan í september. Hlutabréfaverð Íslandsbanka er 126,8 krónur eftir 2% hækkun og gengi Arion er 167,5 krónur eftir 1,5% hækkun.
Þá hækkaði hlutabréfaverð Icelandair um 2,2% í 776 milljóna króna veltu og stendur nú í 1,83 krónum á hlut.
Hlutabréf sjö félaga á aðalmarkaðnum lækkuðu í viðskiptum dagsins. Þar af lækkaði gengi fasteignafélaganna Reita og Regins mest, en þó í lítilli veltu. Reitir tilkynntu eftir lokun markaða í gær um 271 milljónar króna tap á þriðja ársfjórðungi.