Hlutabréf Marel lækkuðu um 0,73% í Kauphöllinni í dag og nam velta með bréf félagsins 673 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marel er nú 407 krónur á hvern hlut og fyrir utan þrjá daga í sumar hefur gengi Marel ekki verið jafn lágt síðan í ársbyrjun 2019.

Gengi Marel lækkaði í gær um rúm 6% í 1,1 milljarða króna viðskiptum og hafði gengislækkunin meðal annars þau áhrif að úrvalsvísitalan OMXI 10 lækkaði um 2,11% og lokaði í 2.228 stigum. Lækkun úrvalsvísitölunnar hefur ekki verið sambærileg síðan 2020.

Hlutabréf Marel lækkuðu um 0,73% í Kauphöllinni í dag og nam velta með bréf félagsins 673 milljónum króna. Hlutabréfaverð Marel er nú 407 krónur á hvern hlut og fyrir utan þrjá daga í sumar hefur gengi Marel ekki verið jafn lágt síðan í ársbyrjun 2019.

Gengi Marel lækkaði í gær um rúm 6% í 1,1 milljarða króna viðskiptum og hafði gengislækkunin meðal annars þau áhrif að úrvalsvísitalan OMXI 10 lækkaði um 2,11% og lokaði í 2.228 stigum. Lækkun úrvalsvísitölunnar hefur ekki verið sambærileg síðan 2020.

Síminn lækkaði þá einnig um 0,53% og nam velta með bréf félagsins 154 milljónum króna. Dagslokagengi var 9,33 krónur á hvern hlut sem er aðeins hærra en 22. september sl. þegar gengið stóð í 9,3 krónum. Þar á undan hefur gengi Símans ekki verið jafn lágt síðan í febrúar 2021.

Vís lækkaði um 0,33%, Reitir um 0,32% og Sjóvá um 0,31%.

Icelandair tók hins vegar aftur á flug og hækkaði um 0,69%. Velta með bréf flugfélagsins var 569 milljónir króna en gengi félagsins hefur verið nánast á stöðugri niðurleið frá því um miðjan júlí og hefur lækkað um tæp 23% á einum mánuði.

Nýliðinn Amoraq hélt áfram að hækka og er gengi félagsins í 99 krónum eftir 1,02% hækkun.

Íslandsbanki hækkaði um 0,92%, Alvotech hækkaði um 0,8% og Hampiðjan um 0,73%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,08% og stendur nú í 2.230 stigum.