Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um tæplega 9% í fyrstu viðskiptum í dag og stendur nú í 592 krónum á hlut. Til samanburðar var dagslokagengi félagsins síðast hærra í ágúst 2022.

Marel birti ársuppgjör eftir lokun markaða í gær. Félagið hagnaðist um 58,7 milljónir evra, eða um 8,9 milljarða króna, á síðasta ár. Tekjur félagsins jukust um fjórðung á milli ára og námu 1,7 milljörðum evra.

EBIT framlegð Marels dróst töluvert saman á fyrri hluta síðasta árs og var 6,3% á öðrum ársfjórðungi. Félagið lýsti þá yfir markmiðum um að komast upp í 14-16% EBIT framlegð í lok árs 2023. Hlutfallið fór upp í 10,8% á þriðja fjórðungi 2022 og var 12,4% á síðasta fjórðungi.