Breska verð­bréfa­fyrir­tækið Marex Group sem starfar að mestu á London Metal Exchange (LME) er að undir­búa skráningu í Banda­ríkjunum sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Sam­kvæmt WSJ hefur fyrir­tækið skilað inn frumút­boðs­gögnum til Verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna en það eru ekki nema tvö ár síðan fé­lagið ætlaði sér á markað í Lundúnum.

Marex Group fylgir þannig eftir fjöl­mörgum breskum fyrir­tækjum sem sjá hag sínum betur borgið í Banda­ríkjunum en í Bret­landi. Breska hálf­leiðar­a­fyrir­tækið ARM var skráð á Nas­daq fyrr á árinu.

Breska verð­bréfa­fyrir­tækið Marex Group sem starfar að mestu á London Metal Exchange (LME) er að undir­búa skráningu í Banda­ríkjunum sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Sam­kvæmt WSJ hefur fyrir­tækið skilað inn frumút­boðs­gögnum til Verð­bréfa­eftir­lits Banda­ríkjanna en það eru ekki nema tvö ár síðan fé­lagið ætlaði sér á markað í Lundúnum.

Marex Group fylgir þannig eftir fjöl­mörgum breskum fyrir­tækjum sem sjá hag sínum betur borgið í Banda­ríkjunum en í Bret­landi. Breska hálf­leiðar­a­fyrir­tækið ARM var skráð á Nas­daq fyrr á árinu.

Arm hefur lengi verið vonar­stjarna breskra tækni­fyrir­tækja og sagði Rishi Sunak, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, að það væri „spark í and­litið“ að Soft­bank hafi á­kveðið að skrá fyrir­tækið á Nas­daq í Bandaríkjunum fremur en í Kaup­höllina í Lundúnum.

Þá af­skráði Smurfit Kappa, breski pappírs- og pappa­risinn, sig í Kaup­höllinni í Lundúnum til að skrá sig í Kaup­höllina í New York.

Ferða­þjónustu­fyrir­tækið Tui er einnig sagt vera að í­huga af­skráningu í Lundúnum til að færa sig al­farið í Kaup­höllina í Frankfurt en bréf fé­lagsins eru núna tví­skráð.

Sam­kvæmt WSJ hefur ekkert verið gefið upp um mögu­legt virði Marex Group í út­boðinu en fé­lagið hagnaðist um 124,5 milljónir Banda­ríkja­dala fyrir skatta og af­skriftir á fyrstu sex mánuðum ársins. Sam­svarar það um 17,4 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt WSJ hefur ekkert verið gefið upp um mögu­legt virði Marex Group í út­boðinu en fé­lagið hagnaðist um 124,5 milljónir Banda­ríkja­dala fyrir skatta og af­skriftir á fyrstu sex mánuðum ársins. Sam­svarar það um 17,4 milljörðum ís­lenskra króna.

Þegar fé­lagið var að skoða skráningu í Lundúnum fyrir tveimur árum var matsvirði þess sagt um 800 milljónir dala.