Marinó Örn Tryggva­son for­stjóri og Ármann Þor­valds­son aðstoðarfor­stjóri nýttu í dag áskrifta­rétt­indi á hluta­bréf­um í Kviku banka. Þeir keyptu báðir á genginu 7,71 en gengi félagsins var 21,0 við lok markaða í dag.

Marinó keypti 2,33 millj­ónu hluti í bank­an­um fyr­ir rétt tæp­ar 18 millj­ón­ir króna. Ármann keypti 9,66 millj­ón­ir hluti fyr­ir 74,5 millj­ón­ir króna.

Gengi Kviku banka hefur lækkað um 21,64% frá áramótum.