Hlutabréfamarkaðir vestanhafs hafa tekið lítillega við sér það sem af er degi. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um tæpt prósentustig frá opnun markaða fyrir um klukkustund síðan.
Gengi S&P 500-vísitölunnar stendur nú í 5,576.97 stigum. Vísitalan hefur lækkað samanlagt um 5% frá áramótum og um 9% á síðastliðnum þremur vikum.
Þá hefur Nasdaq Composite-vísitalan hækkað um rúm 1,3% og Dow Jones Industrial Average um 0,7%, þegar þessi grein er skrifuð.
Stóru tæknifyrirtækin hafa jafnframt tekið við sér á markaði eftir miklar lækkanir undanfarin misseri. Tesla hefur hækkað um rúmlega 0,7%, Apple um 0,3%, Microsoft um 0,7%, og Alphabet um 0,4%.
Þá hefur Nvidia hækkað um meira en 3,5% það sem af er degi.