Sam­kvæmt könnun Seðla­bankans frá því í ágúst búast markaðs­aðilar við því að megin­vextir taki að lækka á fjórða árs­fjórðungi þessa árs.

Í upp­hafi árs bjuggust þeir við vaxta­lækkunum á öðrum árs­fjórðungi og eru því markaðs­aðilar orðnir svart­sýnni á vaxta­lækkun en áður, samkvæmt Fjár­mála­stöðug­leika Seðla­banka Ís­lands sem kom út í morgun.

Sam­kvæmt könnun Seðla­bankans frá því í ágúst búast markaðs­aðilar við því að megin­vextir taki að lækka á fjórða árs­fjórðungi þessa árs.

Í upp­hafi árs bjuggust þeir við vaxta­lækkunum á öðrum árs­fjórðungi og eru því markaðs­aðilar orðnir svart­sýnni á vaxta­lækkun en áður, samkvæmt Fjár­mála­stöðug­leika Seðla­banka Ís­lands sem kom út í morgun.

Þá benda fram­virkir vaxta­ferlar til þess að búist sé við hægari lækkun vaxta en áður enda eru verð­bólgu­væntingar á skulda­bréfa­markaði vel yfir verð­bólgu­mark­miði.

Raun­vextir Seðla­bankans, sem reiknaðir eru út frá mis­munandi mæli­kvörðum á verð­bólgu og verð­bólgu­væntingar til eins árs, hafa hækkað það sem af er ári og hafa ekki verið hærri síðan árið 2009.

„Hækkandi raun­vexti má rekja til minni verð­bólgu og lægri verð­bólgu­væntinga en megin­vextir hafa verið ó­breyttir síðast­liðið ár. Taum­hald peninga­stefnu miðað við raun­vexti hefur því aukist það sem af er ári,“ segir í Fjár­mála­stöðug­leika.

Verð­bólgu­væntingar eru þó enn háar og kjöl­festa þeirra við mark­mið hefur að öllum líkindum minnkað í verð­bólgu síðustu ára.