Hluta­bréfa­verð John Bean Technologies hækkaði um tæp 18% í gær eftir að fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör á þriðju­daginn.

Þegar þetta er skrifað stendur gengið í 112,15 Banda­ríkja­dölum en fast við­miðunar­gengi í yfir­töku­til­boði JBT í allt hluta­fé Marels er 96,25 dalir.

Munar því tæp­lega 16 dölum á markaðs­virði hluta í JBT og við­miðunar­genginu sem sam­svarar til 2.200 krónum á gengi dagsins.

Líkt og kunnugt er var gildis­tíma yfir­töku­til­boðs JBT til hlut­hafa Marels fram­lengt til 11. nóvember en til­boðið er háð 90% sam­þykki hlut­hafa.

JBT mun greiða fyrir hlutina í Marel í evrum og er fast skipti­gengi evru og krónu 149,5 í við­skiptunum. Evran er í 148,93 krónum um þessar mundir.

Miðað við fasta skipti­gengið verða greiddar 538 krónur á hlut í Marel en gengi Marels stendur nú í 564 krónum eftir hátt í fjögurra milljarða króna veltu síðustu tvo sólar­hringa.

Þrátt fyrir að hlut­höfum bjóðist þrír val­mögu­leikar um greiðslu er vegið meðal­tal fulls endur­gjalds JBT fyrir allt hluta­fé í Marel því sam­sett af 35% í formi reiðu­fjár og 65% í formi af­hentra hluta­bréfa í JBT.

Að­eins 950 milljónir evra skiptast á milli allra þeirra hlut­hafa sem óska eftir því að fá reiðu­fé.

Líkt og áður hefur komið fram geta hlut­hafar valið milli þess að fá:

  1. Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðu­fé.
  2. Að fá af­henta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðu­fé.
  3. Fá af­henta 0,0407 hluti í JBT.

Í árshlutauppgjöri JBT í gær kom fram að tekjur félagsins jukust um 12% frá sama tímabili í fyrra.

Tekjur JBT námu 454 milljónum Banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi sem sam­svarar um 63 milljörðum króna á gengi dagsins.

Hagnaður fyrir fjár­magns­liði og af­skriftir (EBITDA) jókst um 23% og nam 82 milljónum dala.

Fram­legðar­hlut­fall JBT nam 18% á fjórðungnum saman­borið við 16,4% á sama tíma­bili árið 2023. Nýjar mót­teknar pantanir námu 440 milljónum dala sem er um 10% aukning frá sama fjórðungi í fyrra.