Gengi eignar­halds­fé­lagsins New York Community Bancorp, sem heldur utan um eignar­hluti í ýmsum svæðis­bundnum bönkum í Banda­ríkjunum, hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2000, eftir að mats­fyrir­tækið Fitch lækkaði láns­hæfis­ein­kunn fé­lagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal myndaðist tölu­verður sölu­þrýstingur með bréf NYCB í gær en fé­lagið, sem keypti meðal annars hluti úr hinum fallna banka Signa­ture bank síðasta vor, greindi frá miklu tapi á fjórða árs­fjórðungi í síðustu viku.

Gengi eignar­halds­fé­lagsins New York Community Bancorp, sem heldur utan um eignar­hluti í ýmsum svæðis­bundnum bönkum í Banda­ríkjunum, hefur ekki verið lægra síðan í júlí 2000, eftir að mats­fyrir­tækið Fitch lækkaði láns­hæfis­ein­kunn fé­lagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal myndaðist tölu­verður sölu­þrýstingur með bréf NYCB í gær en fé­lagið, sem keypti meðal annars hluti úr hinum fallna banka Signa­ture bank síðasta vor, greindi frá miklu tapi á fjórða árs­fjórðungi í síðustu viku.

Gengi bankans féll um 10% í við­skiptum gærdagsins en gengið hefur lækkað um 48% frá því að upp­gjörið var birt síðasta þriðjudag.

Hefur markaðs­virði fé­lagsins lækkað um 3,55 milljarða Banda­ríkja­dali sem sam­svarar ríf­lega 490 milljörðum ís­lenskra króna.

Láns­hæfis­ein­kunn fé­lagsins var lækkuð í BBB- eftir lokun markaða á föstu­daginn en sam­kvæmt Fitch er það sér í lagi vegna vegna at­vinnu­hús­næðis­lána sem bankinn hefur þurft að af­skrifa.

Að mati Fitch er fé­lagið einnig í tölu­verðum vand­ræðum með að mæta ýmsum eftir­lits­kröfum en eftir kaup á Signa­ture í fyrra og Flagstar Bank árið áður fór eigna­safn fé­lagsins yfir 100 milljarða Banda­ríkja­dali en með því fylgja strangari reglur og meira eftir­lit.