Helstu hlutabréfavísitölur vestanhafs hækkuðu í viðskiptum gærdagsins eftir töluverða dýfu deginum áður er Seðlabankinn greindi frá því vaxtalækkanir kæmu líklegast ekki jafn snemma og fjárfestar væru að vonast eftir.
S&P 500 vísitalan hækkaði um 1,2% á meðan Dow Jones vísitalan hækkaði um 370 punkta eða 1% eftir miklar lækkanir á miðvikudaginn. Nasdaq vísitalan, þar sem tæknifyrirtækin eru þungamiðjan, hækkaði um 1,3%.
Á miðvikudaginn greindi peningastefnunefnda seðlabankans frá því að það komi til greina að lækka vexti á næstu mánuðum þegar bankinn er fullviss um að verðbólguhætta hafi minnkað.
Mikill söluþrýstingur myndaðist á hlutabréfamarkaði á miðvikudaginn en töluvert meiri jákvæðni var í fjárfestum í gær
Samkvæmt The Wall Street Journal voru fjárfestar sannfærðir í byrjun vikunnar að fyrsta vaxtalækkun kæmi í marsmánuði en sú von er ekki jafn sterk í dag.
Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa til tíu ára féll í gær úr 3,965% í 3,862% í gær.