Bandaríska sælgætisfyrirtækið Mars, sem framleiðir meðal annars Mars, M&M, Snickers og Twix, hefur samið um kaup á breska súkkulaðiframleiðandanum Hotel Chocolat að andvirði 94 milljarða króna.

Yfirtakan var tilkynnt á hlutabréfamarkaði í morgun og segja fyrirtækin að hún muni hjálpa Hotel Chocolat við að stækka á alþjóðavettvangi.

„Við vitum að vörumerkið okkar henti alþjóðlegum markaði en áskoranir í áfangakeðjunni hafa alltaf hrjáð okkur. Með þessu samstarfi við Mars getum við aukið alþjóðlega viðveru okkar mun hraðar með því að notast við færni þeirra, getu og sérfræðiþekkingu,“ segir Angus Thirlwell.

Mars, sem er með rúmlega 10.000 starfsmenn í Bretlandi, borgaði einnig mjög hátt yfirverð fyrir fyrirtækið en það greiðir 375p fyrir hvern hlut í Hotel Chocolat, eða rúmlega 170% meira en dagslokagengi fyrirtækisins eins og það var í gær.

Stjórnendur Hotel Chocolat segja að tilboðið hafi verið mjög sanngjarnt og naut stuðnings allra hluthafa, þar á meðal stjórnendanna sem eiga um 54% í fyrirtækinu.