Tvær gamlar Marvel-teiknimyndasögubækur frá sjöunda áratugnum seldust á uppboði í gær fyrir rúmlega 2,1 milljón króna. Eintökin sjaldgæfu voru The Incredible Hulk og Fantastic Four sem komu úr safni tveggja bræðra í Leicestershire.
Ofurhetjan Hulk, sem er frægur fyrir sína grænu húð, er þó grá í þessari útgáfu sem kom út í Bretlandi árið 1962. Það eintak seldist á 975 þúsund krónur en eintakið af Fantastic Four frá 1961 seldist á 1,1 milljón króna.
Bræðurnir tveir höfðu safnað teiknimyndasögum frá bernsku og heimsóttu blaðasölumanninn á horninu vikulega. Safnið þeirra samanstóð af 110 teiknimyndasögum sem voru allar seldar á 2,7 milljónir króna.
Will Gilding, forstöðumaður Gildings-uppboðshússins, segir að samkeppnin hafi verið grimm enda markaðurinn fyrir teiknimyndasögur mjög sértækur.