Startup SuperNova heldur Masterclass daganna 23.-25. júní í Grósku en hann er opinn öllum sprotafyrirtækjum. Markmið hans er að að undirbúa sprotafyrirtæki til að gera 18 mánaða aðgerðarplan sem þau geta svo skilað inn. Tíu bestu sprotafyrirtækin halda áfram í 5 vikna hraðal sem hefst eftir verslunarmannahelgi.
Í masterclassanum munu reynslumiklir frumkvöðlar, stjórnendur og sérfræðingar úr viðskiptalífinu halda erindi og veita gestum ráðgjöf um hvernig eigi að stíga sín fyrstu skref við stofnun fyrirtækis. Meðal leiðbeinanda eru: Magnús Scheving frumkvöðull, Helga Árnadóttir frá Tulipop, Magnús Árnason hjá Nova, Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni, Mariam Laperashvili markaðsstjóri Stöð 2 og Vodafone, Sigga Heimis hjá Tækniþróunarsjóði Rannís og Margrét Ormslev hjá Brunni Ventures. Skráning stendur til miðnættis 22. júní.
Startup SuperNova er samstarfsverkefni KLAK - Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.