Vísitala neysluverðs í Bretlandi mældist 17,1% á tímabilinu 23. janúar til 19. febrúar, sem er það mesta síðan mælingar hófust árið 1977.

Þar af voru mestu verðhækkanirnar á matvælum á borð við mjólk, egg og smjörlíki.

Markaðsrannsóknarfyrirtækið Kantar heldur því fram að bresk heimili þurfi nú að borga 811 pundum meira fyrir matarkörfuna á hverju ári, eða sem nemur 140 þúsund krónum, svo lengi sem þau breyti ekki neysluhegðun sinni.