Fyrir fólkið er matur himnaríki,“ segir gamalt kínverskt orðatiltæki sem á rætur sínar að rekja til Hankeisaraveldisins fyrir meira en 2.000 árum síðan. Orðatiltækið hefur haldist óbreytt síðan þá og sýnir hversu mikinn áhuga Kínverjar hafa á matargerð.

Kínverjar líta á mat á svipaðan hátt og Íslendingar líta á veður. Það er alltaf til umræðu og þegar fólk í Kína er ekki að borða þá er það talandi um hvað gæti verið gott að borða næst.

Það sem Íslendingar hafa í gegnum árin kallað „kínverskan mat“ hefur lengi náð yfir flestalla matargerð sem kemur frá Asíu. Það kæmi hins vegar fáum á óvart að hádegishlaðborð með djúpsteiktum ræktum, súrsætri sósu og kjötréttum, syndandi í sætum og beiskum sósum, eru ekki eins algeng í Kína og þau eru í hinum vestræna heimi.

Fjölmargir veitingastaðir í Reykjavík bjóða nú upp á sömu rétti og finnast í stórborgum Kína, bæði fyrir kínverska ferðamenn og fyrir Íslendinga sem vilja prufa „alvöru kínverskt“.

Viðskiptablaðið kannaði nokkra staði þar sem hægt er að panta sérstaka og framandi kínverska rétti beint af matseðli.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.