Ekkert lát virðist vera á eftir­spurn eftir Ozempic og öðrum þyngdar­stjórnunar­lyfjum en sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa mat­væla­fram­leið­endur verið að bregðast við breyttu matar­æði not­enda.

Þeir sem taka þyngdar­stjórnunar­lyf borða mun minna en áður en þá skortir þó oft á­kveðin næringar­efni og hefur mat­væla­iðnaðurinn í Banda­ríkjunum á­kveðið að mæta þeim þörfum með til­búnum mál­tíðum fyrir not­endur lyfjanna.

Þyngdar­stjórnunar­lyf inni­halda virka efnið sema­glú­tíð en sema­glú­tíð er sykur­sýkis­lyf og til­heyrir flokki glúkagon­lík-pep­tíð-1 (GLP-1) hlið­stæðna.

Lyfið líkir eftir náttúru­lega hormóninu GLP-1 sem er losað úr þörmum eftir mál­tíðir og hefur marg­vís­leg á­hrif á stjórnun glú­kósa og matar­lyst.

Vin­sælustu þyngdar­stjórnunar­lyfin um þessar mundir eru Ozempic og Wegovy frá Novo Nor­disk og síðan Moun­jaro og Zep­bound frá Eli Lilly.

Auka­verkanir lyfjanna geta verið allt frá tapi á vöðva­massa, meltingar­vand­ræðum, ó­gleði, niður­gangi og hægða­tregðu.

Sam­kvæmt ný­legri könnun neyt­enda­rann­sókna­fyrir­tækisins Nu­merator sjást miklar breytingar á matar­æði og neyt­enda­hegðun þeirra sem taka þyngdar­stjórnunar­lyf.

Í yfir þúsund manna rann­sókn á þeim sem einungis taka lyfin til að grennast sást um 38% sam­dráttur í neyslu á smá­kökum, sæta­brauði og kökum. Neysla gos­drykkja dróst saman um 36%, neysla á sæl­gæti fór niður um 34% og skyndi­bita­neysla dróst saman um 26%.

Á sama tíma sækja neyt­endur meira í heil­brigðari mat­væli t.d. prótein- og trefja­ríkan mat. Í sömu rann­sókn kom í ljós að um 42% not­enda borðuðu meira af á­vöxtum og græn­meti og um 20% keyptu meira af jógúrt en áður.

„Notkun GLP-1 eru góðar fréttir fyrir okkur,“ sagði Antoine de Saint-Affriqu­e, for­stjóri Danone, á fjár­festa­kynningu í síðasta mánuði.

„Ef á­hrif lyfjanna eru skoðuð þá er ljóst að þetta hefur á­hrif á magann og vöðva­massa. Og vitið hvað? Við erum með vörur sem eru góðar fyrir maga­sýrurnar og prótein­ríkar,“ bætti hann við.

Mark Clou­se, for­stjóri Camp­bell Soup, sagði einnig ný­verið að fyrir­tækið ætli að markaðs­setja vörur sínar sem „góðar fyrir GLP-1“ not­endur.

Þá hefur Nest­le á­kveðið að fara af stað með sér­staka vöru­línu af frosnum mál­tíðum sem heitir Vital Pursuit sem er sér­hönnuð fyrir þarfir not­enda GLP-1.

Um er að ræða til dæmis blóm­kál­spítsu með þremur ostum á sem inni­heldur 20 gr af prótíni og 4 gr af trefjum. Þá er Nest­le einnig að fara af stað með fæðu­bót­efni fyrir not­endur lyfjanna.

Vörulína Nestlé en eins og sést framan á pakkningum er lagt mikið úr prótíni og trefjum.