Verðbólga hækkaði um 0,5 prósentustig og mældist 6,3% í júlí samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Verðbólgumælingin var nokkuð yfir spám greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir að verðbólgan yrði nær 5,9%.

Það sem helst skýrir frávikið á verðbólgumælingunni og spám greiningardeildanna var m.a. matvöruliðurinn í vísitölunni, grynnri sumarútsölur en búist var við ásamt því að flugfargjöld hækkuðu meira en búist var við, að því er segir í greinum sem Greining Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans birtu eftir hádegi í dag.

Verðbólga hækkaði um 0,5 prósentustig og mældist 6,3% í júlí samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Verðbólgumælingin var nokkuð yfir spám greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir að verðbólgan yrði nær 5,9%.

Það sem helst skýrir frávikið á verðbólgumælingunni og spám greiningardeildanna var m.a. matvöruliðurinn í vísitölunni, grynnri sumarútsölur en búist var við ásamt því að flugfargjöld hækkuðu meira en búist var við, að því er segir í greinum sem Greining Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans birtu eftir hádegi í dag.

Greining Íslandsbanka segir að sá liður sem hafi hækkað mest umfram spár var matvaran sem hækkaði um 1,1% milli ára og hefur nú hækkað um 5,7% á ársgrundvelli. Til samanburðar gerðu bankarnir tveir ráð fyrir 0,3% hækkun milli mánaða á þessum lið.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að sumarútsölur hafi litað mælinguna en liðirnir föt og skór annars vegar og hins vegar húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu báðir um 6,2% milli mánaða. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn höfðu spáð því að föt og skór myndu lækka um 9,2-10,2% milli mánaða. Húsgögn og heimilisbúnaður lækkaði hins vegar meira en Íslandsbanki bjóst við

Þá hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 16,5% milli mánaða, sem er svipað og hagfræðideild Landsbankans spáði en greining Íslandsbanka hafði spáð 10% hækkun á þessum lið.