McDonald‘s hefur tilkynnt um eins milljarða punda fjárfestingu í Bretlandi og Írlandi á næstu fjórum árum.

Hyggst skyndabitarisinn opna 200 nýja veitingastaði á svæðinu og fara í gagngerar endurbættur á 1.500 veitingastöðum.

Talið er að þetta muni skapa 24 þúsund ný störf. McDonald‘s var stofnað í Kaliforníu í Bandaríkjunum árið 1940 og varð að veitingakeðju árið 1953 en það ár var hið þekkta vörmerki, gullni bókstafurinn m, afhjúpað. Fyrsti McDonald‘s staðurinn í Bretlandi opnaði í London árið 1974.