Ráðgjafar­fyrir­tækið McKins­ey hefur náð sam­komu­lagi við dóms­málaráðu­neyti Bandaríkjanna um að greiða 650 milljóna dala stjórn­valds­sekt, rúm­lega 90 milljarða ís­lenskra króna, fyrir aðkomu sína að ópíóðafar­aldrinum í Bandaríkjunum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journalveitti McKins­ey fjölmörgum lyfja­fyrir­tækjum sem fram­leiddu og seldu ópíóða­lyf ráðgjöf um hvernig væri hægt að auka sölutölur.

Í dómsátt McKins­ey og dóms­málaráðu­neytisins segir að ráðu­neytið muni í kjölfarið falla frá saksókn gegn ráðgjafar­fyrir­tækinu og telst rannsókn á aðkomu þeirra að far­aldrinum lokið.

McKins­ey hefur nú þegar greitt hátt í einn milljarð Bandaríkja­dala í tengslum við einkamál gegn fyrir­tækinu vegna aðkomu þeirra að far­aldrinum.

Rannsókn dóms­málaráðu­neytisins á McKins­ey hefur staðið yfir í mörg ár en meðal við­skipta­vina ráðgjafar­fyrir­tækisins voru Pur­du­e Pharma, Endo International og Mallinckrodt.

The Wall Street Journal greindi frá því í apríl að tvö saksóknara­em­bætti, eitt í Virgíníu-ríki og annað í Massachusetts, væru einnig að rann­saka fyrir­tækið.

McKins­ey greiddi 642 milljónir dala í sekt árið 2021 vegna ráðgjafa­starfa sinna til lyfja­fyrir­tækjanna en neitaði jafn­framt að hafa farið á svig við lög. Árið 2023 greiddi fyrir­tækið 327 milljóna dala sekt til frum­byggja í Bandaríkjunum