Marinó Örn Tryggvason bankastjóri Kviku segir helstu tækifærin fyrir bankann – hvort sem af samrunanum við Íslandsbanka verður eða ekki – liggja þar sem jaðarkostnaður við að veita þjónustu sé mjög lágur, og stærðarhagkvæmnin því hvað mest.

„Þar er vöxtur svo arðsamur hvort sem hann er svo innri eða ytri. Flestallt sem við gerum ber að þessum sama brunni, við erum alltaf að horfa á það í hvaða fjármálaþjónusturekstri jaðarkostnaðurinn er hvað minnstur,“ segir hann og nefnir að þetta eigi mjög mikið við bæði eignastýringu og lánastarfsemi; þau tvö svið sem bankinn hefur einbeitt sér að því að byggja upp á undanförnum árum og hefur

Þegar kemur að því að meta hugsanlegan ábata af samruna segir Marinó í grunninn tvennt koma til greina. „Þú getur náð árangri á kostnaðarhliðinni eða tekjuhliðinni.“

Af þessum tveimur tegundum segir Marinó kostnaðarsamlegð liggja mun beinna við. „Þú getur einfaldlega farið og ráðist í það verkefni strax, og mælt árangurinn. Hún er svolítið eins og fugl í hendi á meðan tekjusamlegðin er fugl í skógi.“

Nánar er rætt við Marinó í Viðskiptablaði vikunnar sem kom út síðastliðinn fimmtudag.