Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno, virðist enn njóta góðs af sölu fyrirtækisins til Twitter. Samkvæmt ársreikningi dótturfélags Twitter á Íslandi, Twitter Netherlands B.V. útibú sem stofnað var eftir söluna á Ueno, voru laun og launatengd gjöld vegna eins starfsmanns, Haralds, 272 milljónir króna.
Árið áður voru laun og launatengd gjöld ríflega 1,1 milljarður. Haraldur staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið í fyrra að hann hefði samið við Twitter um að stærsti hluti kaupverðsins af sölunni á Ueno yrði greiddur með launagreiðslum í gegnum dótturfyrirtækið til að hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi, sem skýrði tölurnar. Ætla má að hluta launagreiðslna í fyrra megi einnig rekja til þess samkomulags.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði