Íbúðalánasjóður lánaði 19,2 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta er 29% aukning á milli ára. Af upphæðinni það sem af er árs voru 1,5 milljarðar lánaðir í október síðastliðnum sem er verulegur samdráttur á milli ára. Þetta kemur fram í mánaðartölum Íbúðalánasjóðs sem birtar voru í dag.

Mestur hluti lána Íbúðalánasjóðs er til almennra lána. Af þeim 1,5 milljörðum króna sem Íbúðalánasjóður lánaði í október voru 1,4 milljarðar almenn lán. Til samanburðar námu almenn lán í október í fyrra 2 milljörðum króna.

Meðalútlán almennra lána Íbúðalánasjóðs í október námu 9,2 milljónum króna.