Flugfélögin Ryanair og Wizzair hafa greint frá aukningu í farþegafjölda í ágúst en mikil eftirspurn hefur verið eftir ódýrum flugferðum í sumar. Farþegum Ryanair fjölgaði um 8% milli ára og voru þeir 20,5 milljónir talsins.
Samkvæmt WSJ voru 111.800 flugferðir á vegum Ryanair í ágúst og var sætanýting um 96%. Farþegum Wizzair fjölgaði um 1% milli ára og voru þeir 6,2 milljónir.
Flugfélögin Ryanair og Wizzair hafa greint frá aukningu í farþegafjölda í ágúst en mikil eftirspurn hefur verið eftir ódýrum flugferðum í sumar. Farþegum Ryanair fjölgaði um 8% milli ára og voru þeir 20,5 milljónir talsins.
Samkvæmt WSJ voru 111.800 flugferðir á vegum Ryanair í ágúst og var sætanýting um 96%. Farþegum Wizzair fjölgaði um 1% milli ára og voru þeir 6,2 milljónir.
„Ryanair sýndi að það á ekki í neinum vandræðum með að fá rassa í sætin í flugvélar sínar,“ segir Russ Mould, fjárfestingarstjóri hjá AJ Bell.
Wizzair bauð einnig nýlega upp á áskriftarþjónustu fyrir flugferðir sínar þar sem viðskiptavinir geta flogið eins og þeir vilja fyrir 499 evrur, eða tæpar 76 þúsund krónur á ári. Flugfélög hafa áður fyrr boðið upp á tilboðspakka en slík tilboð eru ný af nálinni.
Þjónustan var í boði á því verði til 16. ágúst sl. en kostar nú 599 evrur.