Í dag hófst al­mennt út­boð á hluta­bréfum í Ís­lands­banka þar sem ís­lenska ríkið býður al­menningi að kaupa 20% hlut sinn í bankanum.

Sam­kvæmt út­boðs­skilmálum verður verð fyrir ein­stak­linga í til­boðs­bók A fast­sett í 106,56 krónum á hlut.

Verðið felur í sér 5% af­slátt frá meðal­verði hluta­bréfa í bankanum síðustu 15 við­skipta­daga fyrir birtingu út­boðslýsingar.

Meðalgengi bréfa í Íslandsbanka yfir 15 viðskiptadaga er um 112,17 krónur og er því 5% afsláttur 5,61 króna og þannig verður útboðsgengið til.

Dagslokagengi Íslandsbanka var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9% afslætti miðað við markaðsgengi.

Í síðasta útboði ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi var hægt að kaupa á 117 krónur á hlut og var afslátturinn 4,1% miðað við markaðsgengi.

Það er því tæplega um 70% meiri afsláttur á hlutum ríkisins í útboðinu núna en í síðasta útboði.

Atriði Tölur
Útboðsgengi í tilboðsbók A 106,56 kr.
Markaðsgengi (12. maí) 114,5 kr.
Afsláttur frá markaðsverði 6,9%
Meðalgengi síðustu 15 daga ~112,17 kr.
Lagalegur afsláttur frá meðaltali 5%
Lágmarkstilboð (A-bók) 100.000 kr.
Hámarkstilboð (A-bók) 20.000.000 kr.