Sam­kvæmt niður­stöðum PISA-kannana í Reykja­vík sem Við­skipta­ráð tók saman var meiri­háttar munur á færni barna eftir grunn­skóla árið 2012. Þetta sýna niður­stöður PISA-kannana í Reykja­vík sundur­greindar eftir skólum.

Í til­kynningu Við­skipta­ráðs til fjöl­miðla í morgun segir að ráðið hafi sent mennta- og barna­mála­ráðu­neytinu upp­lýsinga­beiðni um upp­færð gögn fyrir landið allt.

Beiðnin er send vegna ó­breyttra á­forma ráðu­neytisins um að birta ekki niður­stöður sam­ræmds náms­mats eftir skólum.

Í beiðninni óskar Við­skipta­ráð eftir PISA-ein­kunnum, niður­stöðum sam­ræmdra könnunar­prófa, og skóla­ein­kunnum sundur­greindum eftir grunn­skólum.

„Bréfið er sent vegna ó­breyttra á­forma ráðu­neytisins og undir­stofnana þess um að birta ekki niður­stöður sam­ræmds náms­mats sundur­greindar eftir skólum. Þannig greinir sviðs­stjóri mats­sviðs Mið­stöðvar menntunar og skóla­þjónustu frá því í við­tali að í nýju sam­ræmdu náms­mati, svo­kölluðum Mats­ferli, verði niður­stöður eftir skóla ekki gerðar opin­berar. Er það að sögn sviðs­stjórans gert þar sem gæta verði að per­sónu­vernd,“ segir í til­kynningu frá Við­skipta­ráði.

Að mati ráðsins stangast þessi um­mæli sviðs­stjórans á við úr­skurð úr­skurðar­nefndar um upp­lýsinga­mál. Nefndin skyldaði Reykja­víkur­borg árið 2014 til að birta opin­ber­lega PISA-ein­kunnir frá árinu 2012 sundur­greindar eftir skóla.

Námsárangur barna árið 2012.
Námsárangur barna árið 2012.

„Í úr­skurði nefndarinnar sagði: „í um­ræddum gögnum er hvergi að finna per­sónu­greinan­legar upp­lýsingar.“ Borgin birti í kjöl­farið ein­kunnirnar fyrir grunn­skóla með 15 eða fleiri þátt­tak­endur til að tryggja töl­fræði­lega mark­tækni,“ segir í til­kynningu Við­skipta­ráðs.

Fjögurra ára munur á færni

Um­rædd gögn leiddu í ljós meiri­háttar mun á færni nem­enda eftir grunn­skólum. Þannig munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunn­skólanum. Til saman­burðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skóla­göngu að jafnaði hjá þátt­töku­ríkjum PISA.

Stór hluti gat ekki lesið sér til gagns.
Stór hluti gat ekki lesið sér til gagns.

„Mis­munur á náms­árangri á milli grunn­skóla Reykja­víkur­borgar jafn­gilti því tæp­lega fjórum árum af skóla­göngu. Sömu gögn leiddu einnig í ljós meiri­háttar mun á les­skilningi. Þannig töldust 3% barna ekki búa yfir grunn­færni í les­skilningi í þeim skóla sem best kom út, á meðan hlut­fallið nam 64% í þeim skóla sem verst kom út,“ segir í til­kynningu Við­skipta­ráðs.

Að mati Við­skipta­ráðs er brýnt að gögn um náms­mat verði gerð opin­ber fyrir landið allt svo upp­lýst um­ræða geti farið fram um leiðir til að auka færni barna í öllum grunn­skólum.

Stjórn­völd hafa þá frum­skyldu að tryggja börnum full­nægjandi menntun óháð bú­setu. Á­fram­haldandi á­form um leynd yfir náms­mati ein­stakra skóla eru á skjön við þá skyldu.