Meirihluti félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SFF) vilja að samið verði um hlutfallslega hækkun launa í næstu kjarasamningum, í stað fastrar upphæðar. Þetta er niðurstaða nýrrar launakönnunar sem samtökin létu gera og greint er frá á vef þeirra.

Alls sögðust 55% svarenda vilja hlutfallshækkun á meðan sléttur fjórðungur vildi frekar fasta upphæð, en fimmtungur vildi fara blandaða leið beggja.

Þegar samskonar könnun var síðast framkvæmd fyrir hálfum áratug síðan vildu aðeins 40% svarenda hlutfallshækkun og sléttur þriðjungur fasta upphæð. „Viðhorfin gagnvart launahækkunum hafa því breyst töluvert,“ segir svo í kjölfarið í frétt SSF.

Loks er frá því greint að „eðlilega“ séu sterk tengsl milli menntunarstigs og viðhorfs til fyrirkomulags komandi kjarasamnings samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þannig vilji 73% starfsfólks með „hærri háskólagráður“ – sem ætla má að vísi til meistara- eða doktorsnáms – hlutfallshækkun á meðan einungis 26% þeirra sem hæst hafa lokið grunnskólamenntun.

Meirihluti félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SFF) vilja að samið verði um hlutfallslega hækkun launa í næstu kjarasamningum, í stað fastrar upphæðar. Þetta er niðurstaða nýrrar launakönnunar sem samtökin létu gera og greint er frá á vef þeirra.

Alls sögðust 55% svarenda vilja hlutfallshækkun á meðan sléttur fjórðungur vildi frekar fasta upphæð, en fimmtungur vildi fara blandaða leið beggja.

Þegar samskonar könnun var síðast framkvæmd fyrir hálfum áratug síðan vildu aðeins 40% svarenda hlutfallshækkun og sléttur þriðjungur fasta upphæð. „Viðhorfin gagnvart launahækkunum hafa því breyst töluvert,“ segir svo í kjölfarið í frétt SSF.

Loks er frá því greint að „eðlilega“ séu sterk tengsl milli menntunarstigs og viðhorfs til fyrirkomulags komandi kjarasamnings samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Þannig vilji 73% starfsfólks með „hærri háskólagráður“ – sem ætla má að vísi til meistara- eða doktorsnáms – hlutfallshækkun á meðan einungis 26% þeirra sem hæst hafa lokið grunnskólamenntun.