Meirihluti starfsmanna evrópska seðlabankans telja að Christine Lagarde, forseti bankans, sé að standa sig illa í starfi. Þetta kemur fram í nýlegri könnun meðal starfsmanna en Financial Times greinir frá.
Samkvæmt könnuninni sem FT hefur undir höndum hefur óánægja meðal starfsmanna vaxið á með árunum en Lagarde hefur setið um helming af átta ára skipunartíma sínum sem seðlabankastjóri evrusvæðisins.
Rétt meiri en helmingur af þeim 1.159 starfsmönnum sem tóku þátt í könnunni sögðu frammistöðu Lagarde standa sig „illa“ eða „Mjög illa“ í starfi.
Mun það vera töluverður munur á hvernig starfsfólki bankans fannst Mario Draghi, foveri Lagarde til ársins 2019, en aðeins um 9% svarenda töldu Draghi standa sig illa í starfi.
Samkvæmt FT eru um 5.098 félagsmenn í stéttarfélaginu en samkvæmt svarendum hefur framkoma Lagarde á opinberum vettvangi opnað á gagnrýni á bankann sem og að þeim finnst hún vera að einblína á aðra hluti en meginstarfsemi bankans.
Þá er hún einnig gagnrýnd fyrir að vera of mikið að blanda sér í stjórnmálaumræðu en Lagarde sagði nýverið að Donald Trump væri „augljóslega hættulegur“ fyrir Evrópu.