Meiri­hluti starfs­manna evrópska seðla­bankans telja að Christine Lagar­de, for­seti bankans, sé að standa sig illa í starfi. Þetta kemur fram í ný­legri könnun meðal starfs­manna en Financial Times greinir frá.

Sam­kvæmt könnuninni sem FT hefur undir höndum hefur ó­á­nægja meðal starfs­manna vaxið á með árunum en Lagar­de hefur setið um helming af átta ára skipunar­tíma sínum sem seðla­banka­stjóri evru­svæðisins.

Rétt meiri en helmingur af þeim 1.159 starfs­mönnum sem tóku þátt í könnunni sögðu frammi­stöðu Lagar­de standa sig „illa“ eða „Mjög illa“ í starfi.

Mun það vera tölu­verður munur á hvernig starfs­fólki bankans fannst Mario Draghi, foveri Lagar­de til ársins 2019, en að­eins um 9% svar­enda töldu Draghi standa sig illa í starfi.

Sam­kvæmt FT eru um 5.098 fé­lags­menn í stéttar­fé­laginu en sam­kvæmt svar­endum hefur fram­koma Lagar­de á opin­berum vett­vangi opnað á gagn­rýni á bankann sem og að þeim finnst hún vera að ein­blína á aðra hluti en megin­starf­semi bankans.

Þá er hún einnig gagn­rýnd fyrir að vera of mikið að blanda sér í stjórn­mála­um­ræðu en Lagar­de sagði ný­verið að Donald Trump væri „aug­ljós­lega hættu­legur“ fyrir Evrópu.