Melabúðin, kjörbúð í hjarta Vesturbæjar, hagnaðist um 33 milljónir króna árið 2023 samanborið við hagnað upp á 47 milljónir árið áður.
Verslunin hefur skilað samfelldum hagnaði minnst 21 ár í röð eða á hverju ári frá árinu 2002, sem er eins langt og ársreikningar á vef fyrirtækjaskrár ná.
Melabúðin, kjörbúð í hjarta Vesturbæjar, hagnaðist um 33 milljónir króna árið 2023 samanborið við hagnað upp á 47 milljónir árið áður.
Verslunin hefur skilað samfelldum hagnaði minnst 21 ár í röð eða á hverju ári frá árinu 2002, sem er eins langt og ársreikningar á vef fyrirtækjaskrár ná.
Velta Melabúðarinnar jókst um 8,2% milli ára og nam 1.331 milljón króna árið 2023. Rekstrargjöld verslunarinnar jukust um 10,5% og námu 1.293 milljónum. Ársverk voru 30 í fyrra en 29 árið áður.
Eignir félagsins námu 280 milljónum króna og eigið fé var um 119 milljónir króna í árslok 2023.
Í sumar var tilkynnt um eigendaskipti hjá Melabúðinni. Nýir eigendur eru Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen.
Verslunin var áður í eigu bræðranna Péturs Alans og Snorra Arnar Guðmundssonar og hafði verið í eigu fjölskyldunnar frá árinu 1979. Melabúðin var fyrst opnuð árið 1956.