Melinda French Gates tilkynnti í dag að hún muni láta af störfum sem stjórnarformaður Bill & Melinda Gates Foundation, sem er meðal stærstu góðgerðasamtaka heims, í byrjun júní.

Hún hefur deilt hlutverki stjórnarformanns með fyrrum eiginmanni sínum Bill Gates, stofnanda Microsoft. Þau sóttu um skilnað árið 2021 eftir 27 ára hjónaband en ákváðu að halda áfram mannúðarstarfi saman í gegnum Gates Foundation.

Melinda French Gates tilkynnti í dag að hún muni láta af störfum sem stjórnarformaður Bill & Melinda Gates Foundation, sem er meðal stærstu góðgerðasamtaka heims, í byrjun júní.

Hún hefur deilt hlutverki stjórnarformanns með fyrrum eiginmanni sínum Bill Gates, stofnanda Microsoft. Þau sóttu um skilnað árið 2021 eftir 27 ára hjónaband en ákváðu að halda áfram mannúðarstarfi saman í gegnum Gates Foundation.

Samtökin hafa varið meira en 50 milljörðum dala á síðustu tveimur áratugum í verkefni sem miða að því að draga úr fátækt og finna lækningar við sjúkdóma.

Melinda segist vera að hefja næsta kafla í góðgerðastörfum sínum. Samkvæmt samkomulagi sínu við Bill Gates mun hún fá 12,5 milljarða dala til að ráðstafa til verkefna í þágu kvenna og fjölskyldna, að því er kemur fram í færslu hennar á X.

Bill Gates segir í færslu á X að það sé eftirsjá að Melindu en hann sé þó viss um að hún muni hafa mikil áhrif í gegnum mannúðarstörf á öðrum vettvangi.

Bill og Melinda Gates sóttu um skilnað árið 2021 eftir 27 ára hjónaband.
© epa (epa)