Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu hefur heitið því að endurbæta samskipti Ítalíu við Kína en forsætisráðherrann er nú í fimm daga ferð í Kína. Hún hefur þegar undirritað þriggja ára áætlun sem miðar að því að efla efnahagslegt samstarf ríkjanna.
Tilkynningin kemur rúmlega einu ári eftir að Meloni fjarlægði Ítalíu frá Belti og braut samstarfið. Á þeim tíma sagði hún að Ítalir hefðu lítið sem ekkert grætt á samstarfinu.
Samkvæmt BBC lýsti forsætisráðherrann ferðinni sem sönnun til að hefja nýjan áfanga og taka upp tvíhliða samvinnu á ný. Þá hefur Meloni fundað með Li Qiang, forsætisráðherra Kína, og undirritað samstarfssamning sem miðar að því að efla samvinnu á sviðum rafbíla, skipasmíði, geimferða, gervigreindar og endurnýjanlegrar orku.
Viðskipti milli Kína og Ítalíu námu 66,8 milljörðum evra á síðasta ári, sem þýðir að Kína er stærsti næststærsti viðskiptavinur Ítala utan Evrópu á eftir Bandaríkjunum.