Ás­gerður Þor­leifs­dóttir, fyrrum for­maður Héraðs­sam­bands Vest­fjarða, segir farir sínar ekki sléttar eftir fund Kristrúnar Frosta­dóttur for­sætis­ráðherra á Ísafirði á dögunum.

Hún segir ljóst að áform ríkis­stjórnarinnar, um að setja um 80% virkan tekju­skatt á sjávarút­vegs­félögin á lands­byggðinni, muni hafa neikvæð áhrif á íþrótta- og menningar­líf á Vest­fjörðum.

„Ég fór á fund með for­sætis­ráðherra sem full­yrti það að veiðigjöld myndu ekki hafa áhrif á sam­félagið. Hún full­yrti líka að hún kynni að lesa árs­reikninga fyrir­tækja og sæi það alveg að fyrir­tæki eigi fyrir veiðigjöldum.

Auðvitað er fullt af fólki sem telur best að sem mest renni í ríkis­sjóð og svo getum við öll reynt að fá alls konar bætur þaðan til að lifa af. Það virðist vera þangað sem við stefnum því það segir sig alveg sjálft að þessi fyrir­tæki sem hafa haldið sam­félögunum hér uppi á margan hátt munu ekki geta það af sama mætti og áður,“ skrifar Ás­gerður í færslu á Face­book.

Hún deilir með færslu sinni mynd af áhrifum skatta­hækkana ríkis­stjórnarinnar á Hraðfrysti­húsið-Gunn­vör á Vest­fjörðum en fyrir­tækið er eitt af þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til upp­byggingar í heima­byggð.

Það verður lítið eftir til styrkja heimabyggð hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.
Það verður lítið eftir til styrkja heimabyggð hjá Hraðfrystihúsinu Gunnvöru.

Leiðréttingar Skattsins og fyrir­hugaðar breytingar at­vinnu­vega­nefndar stað­festa að nær allur hagnaður Gunn­varar mun fram­vegis renna í ríkis­sjóð.

„Menningar­líf og íþróttalíf sem dæmi munu eiga erfitt upp­dráttar og ég óttast líka að samráttur fyrir­tækjanna muni skila sér í fækkun starfa, það segir sig al­gjör­lega sjálft.

Ein af þeim „rökum“ sem við fáum að heyra þegar maður lýsir því yfir að maður sé ekki fylgjandi þessu sé að maður sé að gæta hags­muna sjávarút­vegs­fyrir­tækjanna. Ég starfa vissu­lega hjá fyrir­tæki í eigu HG en þau eru full­fær um að gæta sinna hags­muna. Ég er að hugsa um sam­félagið mitt sem ég hef miklar áhyggjur af,“ skrifar Ás­gerður.

Haf­dís Gunnars­dóttir, sviðs­stjóri skóla- og tóm­stunda­sviðs á Ísafirði tekur undir með Ás­gerði og segir:

„Það er akkúrat þetta sem þing­menn og ráðherrar ríkis­stjórnarinnar skilja ekki. Íþrótta­starf, bæði af­reks- og barna- og ung­linga­starf, er rekið áfram af styrkjum frá fyrir­tækjum eins og HG. Við stærum okkur af öflugu íþrótta­starfi hér en þegar styrkjum fækkar þá er þetta nánast ómögu­legt dæmi,” skrifar Hafdís.