Guðný Nielsen, stofnandi SoGreen, segir að menntun stúlkna sé ein af áhrifaríkustu loftslagslausnum heims.

Hún segir menntun stúlkna ekki einungis snúast um mannréttindi, heldur hafi hún gríðarleg áhrif á fólksfjölgun. SoGreen er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í að auka aðgengi stúlkna að menntun með framleiðslu kolefniseininga.

Fyrirtækið er það fyrsta í heiminum sem hefur þróað reiknilíkan sem magngreinir loftslagsávinning menntunar stúlkna. Fyrirtæki geta þar með keypt kolefniseiningar af SoGreen, en ein kolefniseining samsvarar einu tonni af koltvíoxíði.

„Í lágtekjuríkjum heims eru 130 milljónir stúlkna sem ganga ekki í skóla. Þær tilheyra oft fjölskyldum sem búa við sára fátækt og í flestum tilfellum giftast þær mjög ungar.“

Samkvæmt skýrslu frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2018 mun menntun stúlkna hafa áhrif á það hvort heimsbúar verða einum milljarði fleiri eða ekki árið 2050.

Mikilvæg loftslagslausn

Guðný er verkfræðingur að mennt en vann lengi hjá Rauða krossinum við verkefni sem snerust um menntun stúlkna.

„Markmiðið mitt var alltaf að fara í hjálparstarf og nýta verkfræðina í það en vandamálið er að það er aldrei hægt að afla nógu mikil fjármagns til að takast á við öll verkefnin.“

Guðný Nielsen, stofnandi SoGreen, segir að menntun stúlkna sé ein af áhrifaríkustu loftslagslausnum heims.

Hún segir menntun stúlkna ekki einungis snúast um mannréttindi, heldur hafi hún gríðarleg áhrif á fólksfjölgun. SoGreen er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í að auka aðgengi stúlkna að menntun með framleiðslu kolefniseininga.

Fyrirtækið er það fyrsta í heiminum sem hefur þróað reiknilíkan sem magngreinir loftslagsávinning menntunar stúlkna. Fyrirtæki geta þar með keypt kolefniseiningar af SoGreen, en ein kolefniseining samsvarar einu tonni af koltvíoxíði.

„Í lágtekjuríkjum heims eru 130 milljónir stúlkna sem ganga ekki í skóla. Þær tilheyra oft fjölskyldum sem búa við sára fátækt og í flestum tilfellum giftast þær mjög ungar.“

Samkvæmt skýrslu frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2018 mun menntun stúlkna hafa áhrif á það hvort heimsbúar verða einum milljarði fleiri eða ekki árið 2050.

Mikilvæg loftslagslausn

Guðný er verkfræðingur að mennt en vann lengi hjá Rauða krossinum við verkefni sem snerust um menntun stúlkna.

„Markmiðið mitt var alltaf að fara í hjálparstarf og nýta verkfræðina í það en vandamálið er að það er aldrei hægt að afla nógu mikil fjármagns til að takast á við öll verkefnin.“

Fjallað er um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.