Lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér rétt frá kínverska lyfjaframleiðandanum Hansoh Pharma til að þróa megrunarlyf fyrir kínverska markaðinn.
Samkvæmt samningum, sem nemur allt að tveimur milljörðum dala, mun Merck greiða Hansoh 112 milljónir dala fyrir fram fyrir réttindin á lyfinu með möguleika á áfangagreiðslum og þóknun af sölu.
Aðrir lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Roche hafa einnig verið að keppast við að þróa megrunarlyf sem gætu keppt við sambærileg lyf frá Novo Nordisk og Eli Lilly.
Lyfið er ekki enn komið á tilraunastig og hefur Merck heldur ekki greint frá því hvaða sjúkdómar verða teknir fyrir fyrst.
Samningurinn eykur hins vegar möguleika lyfjafyrirtækisins til að vinna sér inn á megrunarlyfjamarkaðinn, sem sérfræðingar búast við að muni nema meira en 100 milljarða dala virði á ári í byrjun þriðja áratugarins.