Friedrich Merz, leiðtogi kristilegra demókrata (CDU) og að öllum líkindum næsti kanslari Þýskalands, hefur náð samkomulagi við Græningja um að samþykkja stofnun 500 milljarða evra innviðasjóðs.

Þetta kemur fram í grein hjá Bloomberg.

Merz vill stórauknar fjárfestingar í varnarmálum og samgöngu- og fjarskiptainnviðum svo eitthvað sé nefnt. Þingflokkur Merz fundar nú með þingflokkum Jafnaðarmanna (SPD) og Græningja um stofnun innviðasjóðsins.

Græningjar höfðu fram að þessu ekki stutt tillögu Merz, en nú virðist sem samkomulag hafi náðst.

The Greens secured the inclusion of civil protection, information technology and intelligence agencies in the defence spending package, as well as €100bn worth of investments into the green transition.

Til að hægt sé að fjármagna fjárfestingarnar þarf að endurskoða skuldareglu Þýskalands, sem fest var í stjórnarskrá árið 2009 og snýr að því að takmarka lántöku ríkissjóðs og halda skuldahlutfallinu við 35% af vergri landsframleiðslu.

Þá þarf a.m.k. tvo þriðju hluta atkvæða á þýska þinginu til að samþykkja breytingar á stjórnarskránni. Í kjölfar þingkosninganna í febrúar eru Kristilegir demókratar (CDU), Jafnaðarmannaflokkur Olaf Scholz (SPD) og Græningjar með nákvæmlega tvo þriðju þingsæta.

Þjóðernisflokkurinn AfD og harðlínu-vinstri flokkurinn Die Linke hafa lýst sig andsnúna áformum Merz, en flokkarnir tveir eru samanlagt með 210 sæti á þinginu sem gerir einn þriðja hluta atkvæða. Því skiptir hvert atkvæði máli.

AfD styður aukin útgjöld til varnarmála en er alfarið á móti því að fjármagna vopnakaup Úkraínu og er á móti breytingum á skuldareglunni. Þá hefur Merz útilokað beina samvinnu við AfD sem oft er kennt við hið „öfga-hægri“.

Það þarf ekki að koma á óvart að Die Linke nálgist málið með allt öðrum hætti. Flokkurinn styður breytingar á skuldareglunni en er alfarið á móti auknum útgjöldum til varnarmála. Þá er Die Linke andsnúinn auknum stuðningi Þýskalands við Úkraínu með vopnakaupum.