Nú þegar árinu 2024 er senn að ljúka er tilvalið að líta yfir þær erlendu fréttir sem vöktu mesta athygli lesenda á liðnu ári. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 1 til 5 yfir mest lesnu erlendu fréttir ársins.

1. Töpuðu um 13 milljörðum vegna Excel-villu

Norski olíu­sjóðurinn, stærsti þjóðar­sjóður heims, tapaði um 92 milljónum Banda­ríkja­dala eða um 12,6 milljörðum ís­lenskra króna vegna Excel-villu.

2. Bjóða ótakmarkaðar flugferðir fyrir 76 þúsund krónur

Flugfélagið Wizz Air byrjaði að bjóða upp á áskriftarþjónustu þar sem viðskiptavinir geta flogið eins oft og þeir vilja fyrir 499 evrur, eða tæpar 76 þúsund krónur á ári.

3. Dular­fulli danski milljarða­mæringurinn hagnast vel

Ib Ny­mark Hegelund, sem danski við­skipta­miðillinn Børsen segir vera leyndar­dóms­fyllsta milljarða­mæring Dan­merkur, hagnaðist gríðarlega í fyrra.

4. Greiða 107 milljarða í arð rétt fyrir jól

Danske bank, stærsti banki Dan­merkur, ákvað að greiða hlut­höfum 5,5 milljarða danskra króna eða um 107 milljarða ís­lenskra króna í arð.

5. Segist hafa ekkert annað val en að flytja

Elon Musk sagði í færslu á samfélagsmiðlinum X að hann hafi ekki haft neitt annað val en að flytja höfuðstöðvar fyrirtækisins frá San Francisco.