Nú þegar árinu 2024 er senn að ljúka er tilvalið að líta yfir þær erlendu fréttir sem vöktu mesta athygli lesenda Viðskiptablaðsins. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 6 til 10 yfir mest lesnu erlendu fréttir ársins.

6. Kínverski draumurinn í dauðateygjum

Milljónir ungra Kínverja sitja uppi með háskólagráður og glíma við framtíð sem þau bjuggu sig ekki undir.

7. Costco-með­limir í vandræðum með að koma gulli í verð

Gull­stangir Costco ruku út hér­lendis árið 2020 en kaup­endur vestan­hafs hafa verið að komast að því að gull er ekki sérlega handbær eign.

8. Fyrrum kennari skilar betri á­vöxtun en stóru sjóðs­stjórarnir

Fyrir nokkrum árum breytti lítill lífeyrissjóður í Plymouth um fjárfestingastefnu og hefur ávöxtun sjóðsins verið mun betri en gengur og gerist á markaði.

9. Segir að Boeing sé komið á síðasta séns

Sir Tim Clark, forstjóri flugfélagsins Emirates, segir í samtali við Financial Times að Boeing sé komið á seinasta séns.

10. Hertz mun selja þriðjung af rafbílaflota sínum

Bílaleigufyrirtækið Hertz tilkynnti að það muni selja um þriðjung af rafbílaflota sínum á heimsvísu.