6. Kaupa gömlu Mjólkustöðina á 400 milljónir

Bergey fasteignafélag keypti gömlu Mjólkurstöðina við Snorrabraut 54 fyrir 400 milljónir króna. Magnús Berg Magnússon, stjórnarformaður félagsins, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í september að framkvæmdir væru í fullum gangi og stefnt væri á að opna hágæða íbúðahótel á haustmánuðum 2025.

7. Félag Róberts bauð 25 milljónir í Toppstöðina

Toppstöðin í Elliðaárdal var sett í söluferli af Reykjavíkurborg á árinu. Félagið ATP Holdings ehf., sem er að stærstum hluta í eigu Róberts Wessman, forstjóra og stjórnarformanns Alvotech, var meðal þeirra sem lögðu fram tilboð en athygli vakti að félagið bauð 25 milljónir króna í stöðina. Til samanburðar gerði Landsvirkjun tilboð upp á 725 milljónir króna.

8. Loo kaupir Hótel Vos á 260 milljónir

Félagið N66 ehf. festi kaup 18 herbergja hótelið Hótel Vos í Þykkvabæ, skammt frá Hellu, í febrúar. Félagið er í eigu malasíska athafnamannsins Loo Eng Wah, sem hefur unnið að uppbyggingu á Leyni í Landsveit undanfarin ár. Kaupverðið nam 260 milljónum króna, en þar af voru yfirteknar skuldir upp á tæplega 90 milljónir.

9. Skel keypti Barónsfjósið á 450 milljónir

Í byrjun árs var greint frá því að Skel fjárfestingarfélag hafi keypt verslunarhúsnæðið að Barónsstíg 2-4 af Reitum fasteignafélagi fyrir 450 milljónir króna á fyrri hluta 2023. Verslunarhúsnæðið að Barónsstíg er friðuð byggingu sem oft er kölluð Barónsfjósið. Forstjóri Skeljar sagði að stefnt væri að óbreyttum rekstri í húsinu en í dag er þar að finna verslunina Extra.

10. Sky Lagoon afhjúpar 2 milljarða króna viðbyggingu

Baðlónið Sky Lagoon kynnti stækkun viðbyggingar við lónið sem hýsti gufuböð og var hluti af hinum svokallaða sjö skrefa "Ritual" pakka en nafni pakkans var breytt í "Skjól" samhliða stækkuninni. Gufubað byggingarinnar var stækkað og aðskilið í tvenns konar svæði. Kostnaður við framkvæmdirnar nam um tveimur milljörðum króna.