Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Eftirfarandi eru fimm mest lesnu innlendu fréttir ársins 2024.
1. Félag Kristjáns og Höllu Hrundar hagnaðist um 43 milljónir
Álfheimur ehf., eignarhaldsfélag Höllu Hrundar Logadóttur, nýkjörins þingmanns og forsetaframbjóðanda, og Kristjáns Freys Kristjánssonar eiginmanns hennar, hagnaðist um 43,3 milljónir árið 2022.
2. Frændsystkini deila um níu milljarða arf
Frændsystkini fóru með erfðaskrá fyrir Landsrétt vegna gríðarlega verðmæts arfs sem hefur verið í fjölskyldunni í meira en öld.
3. Hlutdeild Höllu í fyrirtækjasölu til Símans um 200 milljónir
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi átti um 4% óbeinan hlut í þremur fyrirtækjum sem Síminn keypti í byrjun árs fyrir tæplega 5 milljarða króna. Áætla má að hlutdeild Höllu í söluverðinu sé í kringum 200 milljónir króna.
4. Hótelreksturinn skilaði 100 milljóna hagnaði
Hótel Selfoss hagnaðist um 100 milljónir króna í fyrra sem er 118 milljónum minni hagnaður en árið áður.
5. Ölgerðin breytir slagorði Kristals
Slagorði Kristals varbreytt í „Það sést hver drekka Kristal“ í tilefni af jafnréttisvegferð Ölgerðarinnar.