Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Eftirfarandi eru fimm mest lesnu innlendu fréttir ársins 2024.

1. Fé­lag Kristjáns og Höllu Hrundar hagnaðist um 43 milljónir

Álf­heimur ehf., eignar­halds­fé­lag Höllu Hrundar Loga­dóttur, nýkjörins þingmanns og for­seta­fram­bjóðanda, og Kristjáns Freys Kristjáns­sonar eigin­manns hennar, hagnaðist um 43,3 milljónir árið 2022.

2. Frænd­systkini deila um níu milljarða arf

Frændsystkini fóru með erfðaskrá fyrir Landsrétt vegna gríðarlega verðmæts arfs sem hefur verið í fjölskyldunni í meira en öld.

3. Hlut­deild Höllu í fyrir­tækja­sölu til Símans um 200 milljónir

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi átti um 4% óbeinan hlut í þremur fyrirtækjum sem Síminn keypti í byrjun árs fyrir tæplega 5 milljarða króna. Áætla má að hlutdeild Höllu í söluverðinu sé í kringum 200 milljónir króna.

4. Hótelreksturinn skilaði 100 milljóna hagnaði

Hótel Selfoss hagnaðist um 100 milljónir króna í fyrra sem er 118 milljónum minni hagnaður en árið áður.

5. Ölgerðin breytir slagorði Kristals

Slagorði Kristals varbreytt í „Það sést hver drekka Kristal“ í tilefni af jafnréttisvegferð Ölgerðarinnar.