Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu innlendu fréttir ársins 2024.
6. Þrotabú sonar krefst nauðungarsölu á eign föður
Þrotabú Harrow House ehf. krafðist nauðungarsölu á Klapparstíg 35 í Reykjavík vegna 20 milljóna króna skuldar Jóns Ó. Ragnarssonar.
7. Tesla lækkar verð á Íslandi
Tesla tilkynnti í maí um verðlækkanir á Model Y og Model 3 bifreiðunum hér á landi. Ódýrasta útgáfan af Model 3 bílnum lækkaði um 5,3%.
8. Selja eignir úr þrotabúi Bílaleigu Reykjavíkur
Bílaleiga Reykjavíkur var tekin til gjaldþrotaskipta í lok maí á þessu ári en þrotabúið auglýsti eignir bílaleigunnar til sölu í Morgunblaðinu í dag.
9. Dagpeningar Höllu Hrundar hátt í tvær milljónir
Á rúmlega einu og hálfu ári fékk Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi greidda dagpeninga fyrir hátt í tvær milljónir vegna ferðalaga sinna erlendis sem orkumálastjóri.
10. Eyjamaður skattakóngurinn
Fjölskyldan sem átti útgerðarfyrirtækið Ós og fiskvinnslufyrirtækið Leo Seafood í Vestmannaeyjum þar til félögin voru seld til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í fyrra raðar sér í fjögur af fimm efstu sætunum af þeim sem voru með hæstar fjármagnstekjur árið 2023.