Fjölmargar að­sendar greinar bárust Við­skipta­blaðinu á árinu sem tóku á hinum ýmsu sam­félags­málum, frá við­skiptum og stjórn­málum yfir í sér­eign, fjár­magns­tekjur og skatt­greiðslur.

6. Skatt­mat bif­reiða út í loftið

Sigríður Á. Ander­sen, lög­maður og núverandi þing­maður Mið­flokksins, skrifaði um hvernig ríkið hefur gengið enn lengra en áður til að beita skatt­kerfinu í nafni loft­lags­mála.

7. Tími breytinga

Sigríður Margrét Odds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnulífsins, skrifaði um úr­eldar gamlar sérís­lenskar reikningsað­ferðir og hvernig það sé komin tími til að við Ís­lendingar finnum okkur nýja nálgun til þess að verja núverandi líf­skjör.

8. Fjár­magns­tekjur og ákvarðanir um skatt­hlut­föll

Jón Elvar Guð­munds­son, lög­maður og einn eig­enda LOGOS, fjallaði um rang­færslur um fjár­magns­tekju­skatt sem höfðu verið í um­ræðunni í að­draganda kosninga.

9. Sjálfsögð sér­eign

Már Wolf­gang Mixa, dó­sent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Ís­lands, skrifaði um sér­eigna­sparnað og kosti þess að leyfa fólki að nýta þann sparnað til að greiða inn á húsnæðislán.

10. Hlut­hafar Sýnar geta átt von á glaðningi

Halldór Krist­manns­son, einn stærsti hlut­hafi Sýnar og Skeljar, fór yfir þau tækifæri sem hann sér í rekstri félaganna.