Fjölmargar aðsendar greinar bárust Viðskiptablaðinu á árinu sem tóku á hinum ýmsu samfélagsmálum, frá viðskiptum og stjórnmálum yfir í séreign, fjármagnstekjur og skattgreiðslur.
6. Skattmat bifreiða út í loftið
Sigríður Á. Andersen, lögmaður og núverandi þingmaður Miðflokksins, skrifaði um hvernig ríkið hefur gengið enn lengra en áður til að beita skattkerfinu í nafni loftlagsmála.
7. Tími breytinga
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði um úreldar gamlar séríslenskar reikningsaðferðir og hvernig það sé komin tími til að við Íslendingar finnum okkur nýja nálgun til þess að verja núverandi lífskjör.
8. Fjármagnstekjur og ákvarðanir um skatthlutföll
Jón Elvar Guðmundsson, lögmaður og einn eigenda LOGOS, fjallaði um rangfærslur um fjármagnstekjuskatt sem höfðu verið í umræðunni í aðdraganda kosninga.
9. Sjálfsögð séreign
Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, skrifaði um séreignasparnað og kosti þess að leyfa fólki að nýta þann sparnað til að greiða inn á húsnæðislán.
10. Hluthafar Sýnar geta átt von á glaðningi
Halldór Kristmannsson, einn stærsti hluthafi Sýnar og Skeljar, fór yfir þau tækifæri sem hann sér í rekstri félaganna.