Það var nóg um að vera í við­skiptalífinu á árinu sem er að líða. Þessar fréttir vöktu mesta athygli lesenda á árinu.

1. Selja í Öl­gerðinni fyrir 3 milljarða til Boga og Lindu

OA eignar­halds­félag, sem er í jafnri eigu Andra Þórs Guð­munds­sonar for­stjóra Öl­gerðarinnar og Októ Einars­sonar, fráfarandi stjórnar­for­manns, seldi helming allra hluta sinna í Öl­gerðinni til fjár­festingafélagsins Bók­sals ehf.

2. Helgasynir sótt yfir 14 milljarða

Fjár­festingar­sjóðurinn Transition Global I, sem telur Davíð og Ara Helga­syni sem með­stofn­endur, sótti yfir 100 milljónir dala, eða yfir 14 milljarða króna,

3. Seldu Agustson á 3 milljarða

Eig­enda­skipti urðu á út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyrir­tækinu Agust­son í Stykkis­hólmi í fyrra þar sem Gull­hólmi, út­gerðarfélag í eigu Eggerts Berg­manns Halldórs­sonar, keypti allt hluta­fé. Sam­kvæmt árs­reikningi Gull­hólma nam bók­fært virði eignar­hlutarins í Agust­son ríf­lega þremur milljörðum króna.

4. Keyptu Gleðipinna á 2,6 milljarða

Kaup­félag Skag­firðinga og Hái klettur, félag Árna Péturs Jóns­sonar, greiddu tæp­lega 2,6 milljarða króna fyrir veitingastaða­keðjuna Gleðipinna.

5. Hátt í 600 milljóna tap

Niceland Sea­food Holding ehf., sem er í 75% eigu Eyris Ventures, tapaði 572 milljónum króna á árinu 2022 og nemur upp­safnað tap sam­stæðunnar hátt í 1,7 milljörðum króna frá stofnun.