Það var nóg um að vera í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. Þessar fréttir vöktu mesta athygli lesenda á árinu.
1. Selja í Ölgerðinni fyrir 3 milljarða til Boga og Lindu
OA eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra Ölgerðarinnar og Októ Einarssonar, fráfarandi stjórnarformanns, seldi helming allra hluta sinna í Ölgerðinni til fjárfestingafélagsins Bóksals ehf.
2. Helgasynir sótt yfir 14 milljarða
Fjárfestingarsjóðurinn Transition Global I, sem telur Davíð og Ara Helgasyni sem meðstofnendur, sótti yfir 100 milljónir dala, eða yfir 14 milljarða króna,
3. Seldu Agustson á 3 milljarða
Eigendaskipti urðu á útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Agustson í Stykkishólmi í fyrra þar sem Gullhólmi, útgerðarfélag í eigu Eggerts Bergmanns Halldórssonar, keypti allt hlutafé. Samkvæmt ársreikningi Gullhólma nam bókfært virði eignarhlutarins í Agustson ríflega þremur milljörðum króna.
4. Keyptu Gleðipinna á 2,6 milljarða
Kaupfélag Skagfirðinga og Hái klettur, félag Árna Péturs Jónssonar, greiddu tæplega 2,6 milljarða króna fyrir veitingastaðakeðjuna Gleðipinna.
5. Hátt í 600 milljóna tap
Niceland Seafood Holding ehf., sem er í 75% eigu Eyris Ventures, tapaði 572 milljónum króna á árinu 2022 og nemur uppsafnað tap samstæðunnar hátt í 1,7 milljörðum króna frá stofnun.