Það var nóg um að vera í við­skiptalífinu á árinu sem er að líða og var um­fjöllunar­efni Við­skipta­blaðsins bæði mörg og misjöfn.

Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu inn­lendu við­skipta­fréttir ársins.

6. Greiða 540 milljónir í arð

Hagnaður eignar­halds­félagsins Hólma og arð­greiðsla til hlut­hafa vakti at­hygli les­enda á árinu. Félagið er í eigu Þor­steins Kristjáns­sonar, for­stjóra Eskju, og fjöl­skyldu.

7. Einar orðinn einn af stærstu hlut­höfum Play

Flug­félagið Play upp­færði lista yfir 20 stærstu hlut­hafa sína eftir að félagið lauk 4,6 milljarða króna hluta­fjáraukningu. Fjár­festingarfélag Einars Sveins­sonar kom inn á lista yfir tuttugu stærstu hluta­hafa félagsins.

8. Fram­kvæmda­stjóri fær um 300 milljónir í kaup­auka

Fram­kvæmda­stjóri þróunar­sviðs hjá Al­vot­ech, fékk út­hlutaða 154.038 hluti í Al­vot­ech í samræmi við kaup­samning. Miðað við dagsloka­gengi Al­vot­ech í mars var um 323 milljóna króna kaup­auka að ræða.

9. Keypti Jóa út­herja á 250 milljónir

Best­seller á Ís­landi keypti knatt­spyrnu­verslunina Jóa út­herja fyrir tæp­lega 250 milljónir króna í fyrra.

Jói út­herji var í eigu Valdimars Péturs Magnús­sonar sem stofnaði verslunina ásamt föður sínum Magnúsi V. Péturs­syni árið 1999.

10. Hupp­uís hyggst greiða út 70 milljónir

Hupp­uís skilaði 49 milljóna króna hagnaði árið 2023, saman­borið við tæp­lega 37 milljóna hagnað árið áður. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður til hlut­hafa að fjár­hæð 70 milljónir króna í ár.