Það var nóg um að vera í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða og var umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn.
Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins.
6. Greiða 540 milljónir í arð
Hagnaður eignarhaldsfélagsins Hólma og arðgreiðsla til hluthafa vakti athygli lesenda á árinu. Félagið er í eigu Þorsteins Kristjánssonar, forstjóra Eskju, og fjölskyldu.
7. Einar orðinn einn af stærstu hluthöfum Play
Flugfélagið Play uppfærði lista yfir 20 stærstu hluthafa sína eftir að félagið lauk 4,6 milljarða króna hlutafjáraukningu. Fjárfestingarfélag Einars Sveinssonar kom inn á lista yfir tuttugu stærstu hlutahafa félagsins.
8. Framkvæmdastjóri fær um 300 milljónir í kaupauka
Framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Alvotech, fékk úthlutaða 154.038 hluti í Alvotech í samræmi við kaupsamning. Miðað við dagslokagengi Alvotech í mars var um 323 milljóna króna kaupauka að ræða.
9. Keypti Jóa útherja á 250 milljónir
Bestseller á Íslandi keypti knattspyrnuverslunina Jóa útherja fyrir tæplega 250 milljónir króna í fyrra.
Jói útherji var í eigu Valdimars Péturs Magnússonar sem stofnaði verslunina ásamt föður sínum Magnúsi V. Péturssyni árið 1999.
10. Huppuís hyggst greiða út 70 milljónir
Huppuís skilaði 49 milljóna króna hagnaði árið 2023, samanborið við tæplega 37 milljóna hagnað árið áður. Stjórn félagsins lagði til að greiddur yrði arður til hluthafa að fjárhæð 70 milljónir króna í ár.