Seðlabanki Evrópu hefur hækkað stýrivexti um 0,5%. Eftir hækkunina eru stýrivextir bankans komnir í 0%.

Þessi mikla hækkun kemur í kjölfar þess að verðbólga á evrusvæðinu mældist 8,6% í júní. Er þetta í fyrsta sinn sem bankinn hækkar vexti í 11 ár en hann boðaði í dag enn frekari vaxtahækkanir.

Seðlabankinn hefur ekki hækkað vexti svo mikið í einni hækkun frá árinu 2000.

Bankinn kominn með nýtt tæki til kaupa ríkisskuldabréf aðildarlandanna

Í dag var tilkynnti bankinn um nýtt tæki sitt sem heimilar honum kaup á ríkisskuldabréfum aðildarlanda seðlabankans. Nefnist það Transmission Protection Instrument og er að sögn bankans ætlað að miðla vöxtum bankans um öll evrulöndin.