Hlutabréf þýska tískurisans Hugo Boss hafa hríðfallið á árinu en það sem af er ári hefur gengi félagsins lækkað um hátt í 40%. Er það mesta lækkun á ársgrundvelli frá því í fjármálakrísunni árið 2008.

Félagið lækkaði afkomuspá sína í júlí síðastliðnum en dræmari sala á lúxusvörum hefur bitnað á fleiri félögum á árinu. Þá er óvissa um stöðu forstjórans, Daniel Grieder, þar sem hann á yfir höfði sér mögulega rannsókn af hálfu eftirlitsaðila fyrir möguleg innherjaviðskipti.

Markaðsvirði Hugo Boss hefur lækkað um 1,8 milljarða dali á árinu samkvæmt frétt Bloomberg og telja greinendur að mögulega sé þetta rétti tíminn til að kaupa hluti í félaginu.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.