Stjórnvöld í Panama hafa neyðst til að draga úr fjölda þeirra skipa sem notast við Panamaskurðinn vegna verstu þurrka sem þjóðin hefur séð í meira en 70 ár. Októbermánuður var sá þurrasti síðan mælingar hófust árið 1950.
Að sögn yfirvalda skurðarins hefur El Nino verið helsti sökudólgurinn í að skapa þessa miklu þurrkun og er búist við að kostnaðurinn við skipaflutninga muni aukast til muna.
Notkun Panamaskurðarins dregur verulega úr þeim tíma sem það tekur fyrir skip að ferðast milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins. Rúmlega 13-14 þúsund skip nota skurðinn árlega sem er í notkun allan sólarhringinn 365 daga ársins.
Að sögn yfirvalda hefur vatnsyfirborðið í Gatun-vatninu, úrkomulóninu sem er meginuppspretta vatns sem notað er í láskerfi skurðarins, haldið áfram að lækka og er nú í sögulegu lágmarki.
Frá og með 3. nóvember verða daglegar bókanir skornar niður í 25 skip á dag en hólfin eru nú samtals 31. Eftir þrjá mánuði má búast við því að sú tala muni lækka niður í 18 í byrjun febrúar á næsta ári.